Stefán G. Örlygsson bikarmeistari STÍ Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 20. ágúst 2017 21:35

2017rekbik1232017rekbikmeiststefan2017rekopenab2017rekopenbikarmot2017rekmeistdagny2017rekmeistsiddi2017rekopa1232017rekopb123Á Opna Reykjavíkurmótinu, SR OPEN, var jafnframt haldið Bikarmót STÍ og varð Stefán G. Örlygsson úr Skotfélagi Akraness Bikarmeistari 2017. Á mótinu sigraði Sigurður U. Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur, annar varð Stefán G. Örlygsson og í þriðja sæti Hákon Þ.Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands. Í liðakepni sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur skipuð þeim Erni valdimarssyni, Sigurði U.Haukssyni og Gunnari Sigurðssyni. Í öðru sæti varð sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar innaborðs Jakob Þ.Leifsson, Stefán Kristjánsson og Aðalstein Svavarsson. Á SR OPEN sigraði Sigurður U. Hauksson í A-flokki, annar varð Hákon Þ.Svavarsson og þriðji Stefán G. Örlygsson. Í B-flokki sigraði Dagný H. Hinriksdóttir, Helga Jóhannsdóttir varð önnur og Daníel L. Heiðarsson varð þriðji en hann er aðeins 15 ára gamall. Verðlaun veittu þau Niccolo Campriani, sem er þrefaldur gullverðlaunahafi á Ólympíuleikum og Petra Zublasing sem er einnig í fremstu röð í heiminum, heimsmeistari, Ólympíumeithafi ásamt fjölda annarra titla. þau verða svo með fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík kl. 12-13:30 mánudaginn 21.ágúst. UPPFÆRT:  Myndir frá mótinu komnar hérna.

AddThis Social Bookmark Button