Laugardagur, 14. júlí 2018 16:05 |
Okkar menn voru að ljúka keppni á heimsbikarmótinu í Tucson í USA. Sigurður Unnar Hauksson náði heldur betur að rétta úr kútnum eftir slæman fyrsta hring og endaði á 116 stigum í 34.sæti (18-24-25-25-24). Stefán Gísli Örlyggson hafnaði í 37.sæti með 115 stig (24-20-23-23-25) og Hákon Þ. Svavarsson varð í 48.sæti með 113 stig (24-21-22-23-23) en alls voru það 60 keppendur sem luku keppni. Árangur liðsins er nýtt Íslandsmet 344 stig en gamla metið var 339 stig sem landslið okkar setti á HM í Lonato á Ítalíu 2015.
|