Siddi og Dagný Reykjavíkurmeistarar 2018 Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 02. september 2018 21:48

2018sropenurslit2018sropenbikar2018sropenrekmeist-28782018sropen123kvenna-28572018sropen123karlabikar-2867Bikarmót Skotíþróttasambands Íslands og SR-OPEN mótið fóru fram á velli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina. Bikarmeistari í karlaflokki varð Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness, í öðru sæti á mótinu varð Pétur T. Gunnarsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar og í þriðja sæti varð Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur. Í kvennaflokki varð Snjólaug María Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss Bikarmeistari, í öðru sæti varð Þórey Inga Helgadóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur og Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur varð í 3ja sæti. Í unglingaflokki sigraði Ágúst Ingi Davíðsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands og í öðru sæti Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar.

Í A-flokki á SR-OPEN mótinu sigraði Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands, annar varð Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness og í þriðja sæti Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur. Í B-flokki sigraði Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands, unglingurinn Ágúst Ingi Davíðsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands varð annar og í þriðja sæti varð Snjólaug María Jónsdóttir úr Markviss.

Jafnframt voru efstu keppendur Skotfélags Reykjavíkur sæmdir Reykjavíkurmeistaratitlum og voru það þau Sigurður Unnar Hauksson og Dagný Huld Hinriksdóttir. Nánari úrslit á www.sti.is og svo slatti af myndum á Facebook síðu félagsins

AddThis Social Bookmark Button