Sunnudagur, 16. desember 2018 13:19 |
Á landsmóti Skotíþróttasambands Íslands í Þrístöðu-riffli á 50 metra færi, sem fram fór í Egilshöllinni í dag setti Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur nýtt Íslandsmet í kvennaflokki með 1,095 stig, í öðru sæti varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 1,017 stig og í þriðja sæti í kvennaflokki varð Guðrún Hafberg úr Skotíþróittafélagi Kópavogs með 983 stig.
Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 1,090 stig, annar varð Leifur Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 995 stig í þriðja sæti hafnaði Þorsteinn Bjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 957 stig.Â
|