Laugardagur, 18. apríl 2009 19:19 |
Ásgeir Sigurgeirsson varð í dag Íslandsmeistari karla í loftskammbyssu á nýju íslensku meti.
Í öðru sæti varð Guðmundur Kr Gíslason og í því þriðja Finnur Steingrímsson úr Skotfélagi Akureyrar. A-lið Skotfélags Reykjavíkur varð svo Íslandsmeistari í liðakeppninni með þá Ásgeir, Guðmund Kr. og svo Benedikt G.Waage innanborðs, en 5 lið tóku þátt. Í Kvennakeppninni sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR en Jóhanna Gestsdóttir úr SKA varð í öðru sæti og Berglind Björgvinsdóttir einnig úr SKA í þriðja.Í loftriffli kvenna jafnaði Jórunn Harðardóttir Íslandsmet sitt, 573 stig. Íslandsmeistari karla í loftriffli varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR, Arnfinnur Jónsson úr SFK varð annar og Sigfús Tryggvi Blumenstein í þriðja sæti. Nánari úrslit eru komin á www.sti.is og svo koma nýjar myndir seinna í kvöld.
|