Sunnudagur, 20. janúar 2019 17:55 |
Landsmót STÍ í 50 metra þrístöðuriffli var haldið í Kópavogi í dag. Sigurvegari í karlaflokki var Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 1109 stig, annar varð Valur Richter úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 979 stig og þriðji varð Þórir Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 978 stig. Í liðakeppni sigraði sveit SR með 2986 stig, sveit SÍ varð önnur með 2816 stig . Í kvennaflokki mætti einn keppandi til leiks og hlaut því Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur gullið með 1060 stig.
|