Sunnudagur, 03. febrúar 2019 12:48 |
Keppni í Loftriffli á Reykjavíkurleikunum var að ljúka og sigraði Jórunn Harðardóttir, Guðmundur Helgi Christensen varð í öðru sæti og Íris Eva Einarsdóttir hlaut bronsið. Viktoría E. Bjarnarson bætti Íslandsmetið í final unglinga 161,0 stig og Guðmundur Helgi Christensen bætti karlametið í 233,6 stig.
Í undankeppninni var Jórunn Harðardóttir efst með 597,1 stig og Íris Eva Einarsdóttir önnur með 590,1 stig en hvort tveggja er árangur yfir Ólympíulágmarki. Í þriðja sæti var svo Guðmundur Helgi Christensen með 588,7 stig.
|