Föstudagur, 15. mars 2019 09:56 |
Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði á tveimur landsmótum um síðustu helgina.Â
Á laugardaginn 9.mars sigraði hann í 50m liggjandi riffli með 615.2 stig, í öðru sæti varð Valur Richter úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðarbæjar með 614.2 stig og í þriðja sæti hafnaði Jón Þór Sigurðsson úr Skotfélagi Kópavogs með 612.8 stig. Lið Skotíþróttafélags Ísafjarðar sigraði í liðakeppninni.
Á sunnudeginum 10.mars sigraði hann svo í Þrístöðukeppni með 1,098 stig, annar varð Valur Richter með 977 stig og í þriðja sæti Leifur Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 953 stig. Nánar má skoða úrslitin á www.sti.isÂ
|