Reykjavíkurmótin í Loftskammbyssu og Loftriffli fóru fram í Egilshöllinni í dag. Í Loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 551 stig og Kristína Sigurðardóttir úr SR varð önnur með 539 stig. Í karlaflokki sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 576 stig, Ívar Ragnarsson úr SFK varð annar með 548 stig og þriðji varð Jens Magnússon úr SK með 513 stig. Í unglingaflokki hlaut Einar Hjalti Gilbert úr SK gullið með 446 stig. Í loftriffli kvenna sigraði Íris Eva Einarsdóttir úr SR og Jórunn Harðardóttir úr SR varð önnur. Þær voru báðar með 596,6 stig en Íris hafði betur með 32 x-tíur en Jórunn 23. Í unglingaflokki fékk gullið Viktoría Erla Bjarnarson úr SR með 559,9 stig. SR-keppendurnir hlutu Reykjavíkurmeistaratitilinn 2019.