Gull og silfur á landsmótinu á Blönduósi Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 02. júlí 2019 07:56

Landsmót STÍ í haglabyssugreininni Skeet, var haldið á Blönduósi um helgina. Í kvennaflokki sigraði Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands, önnur varð Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur og í þriðja sæti María R. Arnfinnsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar.

Í karlaflokki sigraði Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar, annar varð Guðmundur Pálsson úr Skotfélagi Reykjavíkur og í þriðja sæti Jakob Þ. Leifsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands.

Í liðakeppninni sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur (Guðmundur Pálsson,Þorgeir M.Þorgeirsson,Gísli Þ.Friðriksson) með 264 stig, önnur var sveit Skotfélags Akureyrar (G.Bragi Magnússon,Daníel L.Heiðarsson,Sigfús.H.Á.Jóhannsson) með 257 stig og í þriðja sæti sveit Skotdeildar Keflavíkur (Reynir Þ.Reynisson,Ingi Þ.Reynisson,Reynir Þ.Reynisson) með 190 stig.

Nánari úrslit má finna á úrslitasíðunni á www.sti.is

AddThis Social Bookmark Button