Sunnudagur, 15. september 2019 09:56 |
Við áttum 3 keppendur á Evrópumeistaramótinu í haglabyssugreinum sem var að ljúka á Ítalíu. Alls voru keppendur 74. Hákon Þór Svavarsson endaði í 57.sæti með 113 stig, Stefán Gísli Örlygsson í 65.sæti með 110 stig og Sigurður Unnar Hauksson í 69.sæti með 108 stig. Þeir höfnuðu síðan í 18.sæti í liðakeppninni með 331 stig enn 19 þjóðir sendu lið til keppni. Evrópumeistari karla varð Jakub Tomecek frá Tékklandi og í kvennaflokki Danka Bartekova frá Slóvakíu.
|