Sunnudagur, 20. október 2019 19:48 |
Þýska deildin, Bundesligan, í loftbyssugreinunum er nú byrjuð af fullum krafti. Ásgeir Sigurgeirsson er eini Íslendingurinn sem keppir í deildinni. Hann keppir með SGi Ludwigsburg. Félögin eru skipuð 5 keppendum í hverri umferð og skjóta allir 40 skotum. Um þessa helgi sigraði lið hans báða leikina 5:0. Ásgeir náði ágætis skori í gær 387 og í dag 382 stig. Árangur hans í gær er sérstakur að því leiti að búnaður hans skilaði sér ekki úr fluginu og keppti hann því með lánsbúnaði.
|