Mánudagur, 09. desember 2019 07:58 |
Á landsmóti STÍ í Staðlaðri skammbyssu sem haldið var í Egilshöllinni í Reykjavík, setti A-sveit SFK nýtt Íslandsmet, 1632 stig. Sveitina skipuðu Ívar Ragnarsson (559), Jón Þór Sigurðsson (541) og Friðrik Þór Goethe (532) eldra metið átti sveit SFK, 1627 stig, sett árið 1993. Þeir urðu einnig í fyrstu þrem sætunum í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni varð A-sveit SR í öðru sæti með 1473 stig og B-sveit SFK í þriðja sæti með 1462 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ hérna. Eins er hægt skoða úrslitin nánar og skífur hvers skotmanns fyrir sig hérna.
|