Miðvikudagur, 12. febrúar 2020 21:24 |
Landsmót STÍ í 50m Riffli fór fram í Kópavogi laugardaginn 8.febrúar. Í karlaflokki jafnaði Jón Þór Sigurðsson úr SFK eigið Íslandsmet með 623,7 stig. Í öðru sæti varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 618,2 stig og Guðmundur Valdimarsson úr SÍ þriðji með 613,5 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit SÍ með 1817,4 stig, sveit SFK önnur með 1811,7 stig og sveit SR þriðja með 1799,4 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 612,5 stig og Guðrún Hafberg úr SFK varð önnur með 591,1 stig.
|