Reykjavíkurmeistarar krýndir á sunnudaginn Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 11. mars 2020 20:25

2020 loftrekmot8mars2020 rekmotloftrvkmeistarar2020 rekmotloft123kaap2020 rekmotloft123kaar2020 rekmotloft123kvap2020 rekmotloft123kvar2020 rekmotloftsalurReykjavíkurmótið í loftbyssugreinunum fór fram um helgina í Egilshöllinni. Í loftskammbyssu karla sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 567 stig, Jón Þór Sigurðsson úr SFK varð annar með 546 stig og í þriðja sæti Karl Kristinsson úr SR með 536 stig og jafnframt Reykjavíkurmeistari 2020. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 552 stig og í leiðinni Reykjavíkurmeitari 2020. Sigurveig Helga Jónsdóttir úr SFK varð önnur með 524 stig og Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr SSS varð þriðja með 511 stig. Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 587,6 stig og því Reykjavíkurmeistari 2020 og Þorsteinn B. Bjarnarson úr SR hlaut silfrið með 523,6 stig. Í kvennaflokki fékk Jórunn Harðardóttir úr SR gullið með 593,3 stig og er jafnframt Reykjavíkurmeistari 2020.

AddThis Social Bookmark Button