Sunnudagur, 12. júlí 2020 19:40 |
Um helgina hélt Skotdeild Keflavíkur Landsmót í haglabyssugreininni SKEET. 20 keppendur mættu til leiks. Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands bæti eigið Íslandsmet og endaði með 103 stig í kvennaflokki. Í úrslitum hafði þó Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur betur og landaði gullinu. Helga varð önnur og María Rós Arnfinnsdóttir þriðja. Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar var eini keppandinn í unglingaflokki, halut því gullið og endaði með 100 stig. Í karlaflokki sigraði Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands ne hann var með 117 stig fyrir úrslit en þar hafði hann betur gegn Pétri T. Gunnarssyni úr Skotfélagi Reykjavíkur sem var með 111 stig í undankeppninni. Í úrslitunum var Hákon með 52 stig en Pétur 51 stig. Bronsið hlaut Aðalsteinn Svavarsson úr Skotíþrottafélagi Suðurlands. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar með 281 stig, í öðru sæti Skotfélag Akraness með 274 stig og Skotdeld Keflavíkur hlaut bronsið.
|