Sunnudagur, 12. desember 2021 17:50 |
Á Landsmóti STÍ í 50m Þrístöðuriffli, sem fram fór í Reykjavík í dag, sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR í karlaflokki með 1050 stig, annar varð Valur Richter úr SÍ og Leifur Bremnes SÍ varð þriðji með 917 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 1065 stig, Íris Eva Einarsdóttir úr SR varð önnur með 958 stig og Guðrún Hafberg SÍ í því þriðja með 903 stig. Sveit SÍ hlaut gullið með 2799 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ:
|