Fimmtudagur, 04. júní 2009 16:54 |
Smáþjóðaleikarnir á Kýpur í dag: Í loftskammbyssu karla í dag vann Ásgeir Sigurgeirsson, úr okkar félag,i gullið eftir afar dramatískan final.
Gummi Gísla, gjaldkerinn okkar, varð í fimmta sæti. Í loftskammbysu kvenna lenti Jórunn okkar í 5.sæti og í haglabyssunni í gær lenti Örn Valdimars í 5.sæti. Nánari fréttir koma eftir hátíðarkvöldverð sem Skotsambandið er að bjóða keppendum í í kvöld. Ásgeir gerði mistök við upphaf úrslitanna þar sem hann var með byssuna stillta á þurrskot. Það er ekki leyfilegt í final og því ákvað dómari að dæma fyrstu skífuna sem núll ! Það mun reyndar vera rangur dómur en ákveðið var að sækja það ekki þar sem Ásgeir kærði sig kollóttan og vann þrátt fyrir það. Áhorfendur voru á því að þetta væri einhver mest spennandi úrslit sem þeir höfðu fylgst með. Meðal áhorfenda var formaður Evrópuskotsambandsins, Unni Nicolaysen og eins var þarna fyrrum Ólympíumeistari í loftskammbyssu, Franck Dumoulin frá Frakklandi. Forseti Íslands heimsótti skotsvæðið í morgun en gat ekki séð úrslitin í karlaflokki en fylgdist með úrslitunum í kvennaflokki.
|