Laugardagur, 16. janúar 2010 17:36 |
Á Landsmótinu í Egilshöllinni voru okkar skotmenn að hala inn flestum
verðlaununum. Ásgeir sigraði í loftskammbyssu karla og Þorsteinn Guðjonsson varð þriðji, Jórunn vann í loftskammbyssu kvenna og Inga Birna varð í þriðja sæti. A-liðið okkar sigraði í liðakeppninni og B-liðið varð í þriðja sæti. Í loftriffli sigraði Guðmundur Helgi og Sigfús Tryggvi varð annar. Frábær árangur okkar fólks toppaði frábært mót en þetta var eitt fjölmennasta mót sem haldið hefur verið í skotfimi hérlendis hin síðari ár. Mikill áhugi er á loftbyssuskotfimi og hefur aðsókn verið að aukast á æfingakvöldin okkar. Hér eru úrslitin og myndir eru hérna.
|