Laugardagur, 12. febrúar 2011 16:49 |
Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði í kvennaflokki í loftskammbyssu á landsmótinu í dag með 368 stig þrátt fyrir að skjóta
út fyrir í sínu fyrsta skoti. Önnur varð Berglind Björgvinsdóttir frá Akranesi með 344 stig og í 3ja sæti Inga Birna Erlingsdóttir frá Skotfélagi Reykjavíkur með 335 stig. Í karlaflokki sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur, með 578+100,1=678,1 stig, í öðru sæti Tómas Viderö frá Skotfélagi Kópavogs með 558+95,0=653 stig og í 3ja sæti varð svo Þorsteinn Guðjónsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 557+95,0=652 stig. Í liðakepninni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,667 stig, A-sveit Skotfélags Kópavogs varð í öðru sæti með 1,586 stig og svo í 3ja sæti B-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,552 stig. Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 573 stig og í 2.sæti Sigfús Tryggvi Blumenstein úr sama félagi með 523 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðadóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 375 stig og í 2.sæti úr sama félagi Íris Eva Einarsdóttir á 344 stigum. Nánar á www.sti.is
|