Mánudagur, 28. mars 2011 17:14 |
Á fimmtudaginn, 31.mars, verður haldið innanfélagsmót í SÚPERFINAL. Allir félagsmenn okkar eru gjaldgengir óháð keppnisrétti.
Hann hefst kl.20:00 og því þurfa keppendur að vera mættir 30 mín fyrr.
Þið getið mætt frá kl.18:00 og æft ykkur áður en finalinn hefst.
Hann fer þannig fram að við skjótum öll samtímis eitt skot á skífu. Sá sem á lægsta skorið fellur út og svo koll af kolli þar til einn situr eftir sem sigurvegari. Engin skor verða skráð því þetta er útsláttarkeppni.
Ætlast er til að áhorfendur láti í sér heyra á meðan keppt er og köll og klöpp eru algerlega heimil, s.s. enginn friður. Þetta er svipað fyrirkomulag og hefur verið prófað á nokkrum alþjóðlegum mótum undanfarið og fengið frábærar viðtökur.
Kveðja
Gummi Gísla
|