Laugardagur, 31. desember 2011 16:55 |
Þá er Áramótinu lokið á Álfsnesi. Keppt var í skeet og riffli. Í skeet sigraði Örn Valdimarsson á 69+2 eftir bráðabana við Þorgeir Má Þorgeirsson. Þriðji varð Gummi P á 53. Í BR-riffli sigraði Bergur Arthúrs með 9.02mm, Daníel í 2.sæti með 16.56 og þriðji Siggi Hallgríms á 19.04. í breyttum rifflum Andri Snær með 10.61mm, 2.Þórir Mag. með 16.09 og þriðji Siggi E. með 16.35. Í óbreyttum Jóhann A.Kristjánsson með 20,17, annar Hilmir Valsson með 20.90 og þriðji Guðmundur Friðriksson á 27.87. Nánari úrslit munu birtast hér eftir áramót. Nokkrar myndir eru komnar hérna. /gkg
|