Laugardagur, 10. mars 2012 17:13 |
Á landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöllinni í dag, bætti Ásgeir Sigurgeirsson Íslandsmet sitt í Loftskammbyssu með final með skorinu 585 + 101,7 alls 686,7 stig ! Gamla metið var 685,4 stig sme hann setti í nóvember 2009. Í öðru sæti varðmTómas Viderö með 655,4 og Gunnar Þ. Hallbergsson þriðji með 630,8 stig. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Kristína Sigurðardóttir með 369+97,8 alls 466,8 stig eða rétt um einu stigi frá gildandi Íslandsmeti! Í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir með447,6 stig. Sigfús Tryggvi Blumenstein sigraði í loftriffli karla með 531 stig og Íris Eva í loftriffli kvenna með 364 stig. /gkg
|