Margrét Elfa úr SR sigraði í kvennakeppninni á landsmótinu í dag. Árný varð önnur og Dagný í því þriðja. Eins setti kvennasveit SR nýtt Íslandsmet en þessar þrjár skipa hana . Í karlakeppninni er Stebbi Örlygs efstur eftir fyrri daginn með 65 dúfur en Elli Aðalsteins og og Siggi Sig fylgja honum fast eftir með 64 dúfur. Það verður spennandi að fylgjast með morgundeginum. Eitthvað af myndum frá mótinu í dag eru komnar hérna.