Framkvæmdir á Álfsnesi í dag ! Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 31. janúar 2009 20:03
Lokað var á Álfsnesi í dag vegna viðhaldsverkefna.  Skipt var um tjörutex á 100 metra battanum og eins sett upp tex á 300 metrana. Settar voru nýjar vélar á völl eitt og þrjú. Þar með eru allir skeet vellirnir að verða tilbúnir í fulla notkun. Rafvirkjar fara í tengivinnu í vikunni og verða þá vellirnir fljótlega gangsettir. Við þökkum þeim félagsmönnum sem hönd lögðu á plóginn fyrir þeirra verk, en þeir voru Örn Valdimarsson, Þorgeir Þorgeirsson, Ævar L. Sveinsson, Vignir J.Jónasson og Guðmundur Kr.Gíslason. Rétt er einnig að geta þess að á morgun, sunnudag, verður opnað kl.12 og opið til 16.
AddThis Social Bookmark Button