Þriðjudagur, 04. september 2018 10:23 |
Íslandsmótið í riffilgreininni Bench Rest á 100 og 200 metrum fer fram um næstu helgi á Álfsnesi. Skráningar frá aðildarfélögum STÍ þurfa að berast í síðasta lagi fyrir miðnætti þriðjudaginn fyrir mót. Keppni í 100 metra færi á laugardaginn og á 200 metrum á sunnudaginn.
Keppnin hefst kl. 10:00 báða dagana, þannig að keppendur þurfa að mæta tímanlega til að stilla upp og láta vigta riffla kl.09:00.
Dregið verður með tölvuútdrætti kl.15:00 á miðvikudegi fyrir mót og röð keppenda birt hér seinna þann dag.
Mótagjald er kr. 4,000 sem greiðist á staðnum eða millifærist á reikning félagsins.
Keppnisæfing verður á föstudaginn kl.17-20.
UPPFÆRT kl.16:08 . Nú er búið að draga í riðla báða dagana og má sjá það á meðf skjölum
|