Föstudagur, 05. febrúar 2021 14:42 |
Nú liggur fyrir skýrsla starfshóps Vegagerðinnar um legu Sundabrautar, en Reykjavíkurborg, Faxaflóahafnir og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu áttu einnig fulltrúa í hópnum. Fyrir okkur er það fagnaðarefni að skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur verður ekki fyrir miklum áhrifum af þeirri legu. Reykjavíkurborg ætti því að vera í lófa lagið að halda félaginu áfram á þessum stað til framtíðar og hlúa bara enn betur að því. Skapa þarf sátt um nágrennið og gera skotíþróttaiðkendum kleift að stunda æfingar seinni part dags og um helgar allt árið. Á meðfylgjandi mynd má sjá afstöðu okkar svæðis á nesinu. Samantekt úr skýrslunni er hérna.Â
|