Mánudagur, 02. maí 2022 16:12 |
Borgarstjóra afhentur undirskriftarlisti þar sem skorað er á borgryfirvöld að opna skotsvæðin á Álfsnesi nú þegar. 2,703 skráðu sig á listann með rafrænum skilríkjum. Dagný Huld Hinriksdóttir stóð fyrir söfnuninni ásamt eiginmanni sínum, Guðna Þorra Helgasyni. Â Við listanum tóku þau Líf Magneudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Dagur B. Eggertsson. Einnig voru mættir tveir fulltrúar skotfélaganna þeir Guðmundur Kr. Gíslason úr Skotfélagi Reykjavíkur og Þórir Ingi Friðriksson úr Skotveiðifélagi Reykjavíkur og nágrennis. Listinn var afhentur við Skothúsveg þar sem starfsemi Skotfélags Reykjavíkur hófst en félagið var formlega stofnað þann 2.júni 1867 !
|