Föstudagur, 12. maí 2023 14:48 |
Enn á ný hefur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála komist að þeirri niðurstöðu að orðalag í Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar samræmist ekki orðalagi í skipulagslögum og er því ákvörðun um veitingu starfsleyfis felld úr gildi. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar brást umsvifalaust við og felldi starfsleyfið úr gildi með tölvupósti til okkar í morgun.
Enginn frestur er gefinn til að bregðast við verkefnum sem eru í gangi hjá okkur, einsog hreindýraprófum, skotvopnanámskeið fyrir Umhverfisstofnun, hópamóttaka, undirbúningur keppnisfólks okkar á stórmót erlendis, fyrir utan daglegan rekstur fyrir höfuðborgarbúa, félagsmenn sem aðra.
Lesa má bréfin hérna frá Úrskurðarnefndinni og hérna frá Heilbrigðiseftirliti.
|