Aðalskipulagsbreyting komin í Skipulagsgáttina Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 22. febrúar 2024 09:43

alfsnes_loftmyndBreytingin á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar til að hægt verði að leyfa starfsemi félagsins á Álfsnesi er komin inní umsagnarferli í Skipulagsgáttinni: https://skipulagsgatt.is/issues/2023/716

Það er opið fyrir athugasemdir til 4.apríl en þá tekur við úrlausnartími sem er einhverjar vikur. Þegar þetta rennur í gegn þá fyrst getur félagið sótt um nýtt starfsleyfi !!

 

Vek athygli ykkar á að umrædd aðalskipulagstillaga verður til kynningar í skipulagsgáttinni frá 22. febrúar og með athugasemdafresti til 4. apríl nk., sbr. hér að neðan og meðfylgjandi hlekk:  https://skipulagsgatt.is/issues/2023/716

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040

Skotæfingasvæði á Álfsnesi

Skilgreining íþróttasvæðis (ÍÞ9)

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 25. janúar 2024, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, samkvæmt 1. mgr. 36. gr, sbr. 31. gr. laga nr. 123/2010.

Í tillögunni felst að breyta hluta iðnaðarsvæðis (I2) og opins svæðis (OP28) í íþróttasvæði fyrir skotæfingar og skotíþróttir (ÍÞ9). Markmið breytingar er að skapa áframhaldandi skilyrði fyrir starfsemi skotfélaganna sem nú er til staðar á svæðinu, til skemmri tíma litið, meðan unnið er að því að finna framtíðarsvæði fyrir skotíþróttir á höfuðborgarsvæðinu. Tillagan er kynnt í skipulagsgáttinni, samráðsvettvangi um skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum; sjá www.skipulagsgatt.is. Auglýsingin stendur yfir frá 22. febrúar 2024 til 4. apríl, 2024. Óskað er eftir því að athugasemdum verði komið á framfæri á vettvangi skipulagsgáttar fyrir 4. apríl 2024. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar ( Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ).

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar

AddThis Social Bookmark Button