Laugardagur, 08. febrúar 2014 14:40 |
  Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði í úrslitunum í dag eftir harða rimmu við keppinauta sína. Hann endaði með 197,2 stig en Adrian Simms frá Englandi kom á hæla hans með 195,0 stig. Í undankeppninni skaut Ásgeir 582 stig. Öðrum íslenskum keppendum gekk upp og ofan en yfir heildina fínt mót hjá þeim. Íris og Jórunn kepptu í loftriffli morgun en áttu ekki sinn besta dag. Sama má segja um keppnina í loftskammbyssu kvenna og karla. Íslenskir keppendur á þessu móti voru Ásgeir Sigurgeirsson, Guðmundur Helgi Christensen, Thomas Viderö, Stefán Sigurðsson, Ólafur Egilsson, Íris Eva Einarsdóttir, Jórunn Harðardóttir, Bára Einarsdóttir og Kristína Sigurðardóttir.
|