Egill varð Íslandsmeistari í Bench Rest Score HV Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 14. september 2014 17:48

br egill m bikar 2014 006br egill m riffil 005br islmot 123 2014 007br slmt skor 100 200m 14 sept 2014 sortÍslandsmótið í riffilkeppninni Bench Rest skori var haldið á Álfsnesi í dag. Íslandsmeistari varð Egill Þ. Ragnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur en hann varð efstur bæði í 100 metrum og 200 metrum með alls 489 stig og 13 x-ur. Hann var með 250/9x á 100 metrum og 239/4x á 200 metrum. Í öðru sæti varð Kristján R. Arnarson úr Skotfélagi Húsavíkur með 481/14x stig (245/11+236/3) og í þriðja sæti Alfreð F. Björnsson úr Skotdeild Keflavíkur með 481/7x stig (245/5+236/2). Nánari úrslit koma á úrslitasíðu STÍ á morgun og eins verða einhverjar myndir frá mótinu aðgengilegar hérna.

AddThis Social Bookmark Button