Landsmót í Kópavogi á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 17. febrúar 2019 17:54

2019 ar6016febLandsmót STÍ í loftriffli fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 16. febrúar.


Einn keppandi mætti til leiks í stúlknaflokki, Viktoría Erla Barnarson og stóð hún sig frábærlega vel en skor hennar var 558,9 stig.
Það sama var uppi á teningnum í kvennaflokki en Íris Eva Einarsdóttir forfallaðist svo að Jórunn Harðardóttir var eini keppandinn þar. Skor Jórunnar var 589,7 stig.
Í karlaflokki hafði Guðmundur Helgi Christensen nokkra yfirburði en hann sigraði á 596,7 stigum. Breki Atlason, Skotíþróttafélagi Kópavogs náði öðru sætinu með 555,3 stigum og Robert v. Ryan varð þriðji með 547,1 stig. Skor A karlasveitar SR í mótinu var 1686,7 stig en sveitina skipuðu Þórir Kristinsson auk Guðmundar Helga og Róberts. Allir keppendur mótsins, nema Breki komu frá Skotfélagi Reykjavíkur.

2019 ap6016febLandsmót STÍ í loftskammbyssu fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 16. febrúar.

Í stúlknaflokki setti Sigríður Láretta Þorgilsdóttir Skotfélagi Akureyrar, glæsilegt nýtt Íslandsmet, 501 stig en Sigríður sigraði keppinaut sinn, Sóleyju Þórðardóttur sem einnig kom frá Akureyri. Skor Sóleyjar var 481 stig.
Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir, Skotfélagi Reykjavíkur, á 543 stigum. Þorbjörg Ólafsdóttir, Skotfélagi Akureyrar varð önnur á persónulegu meti, 532 stigum og Sigurveig Helga Jónsdóttir, Skotíþróttafélagi Kópavogs, varð í þriðja sæti á 500 stigum.
Einar Hjalti Gilbert, Skotdeild Keflavíkur, var eini keppandinn í piltaflokki. Skor Einars Hjalta var 440 stig.
Í karlaflokki hafði Ásgeir Sigurgeirsson, Skotfélagi Reykjavíkur, mikla yfirburði en hann sigraði auðveldlega á 581 stigum. Ívar Ragnarsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs, varð annar með 550 stig og Þórður Ívarsson, Skotfélagi Akureyrar, varð þriðji á 547 stigum.
A sveit SR sigraði í liðakeppni karla með 1611 stig. Sveitin var skipuð Ásgeiri auk Guðmundar Helga Christensen og Jóni Árna Þórissyni. A sveit SA varð í öðru sæti með 1563 stig. Sveit Akureyringanna var skipuð Þórði, Izaari Arnari Þorsteinssyni og Finni Steingrímssyni. Þriðja sætið kom svo í hlut A sveitar SFK sem náði 1552 stigum. Sveit SFK var skipuð Ívari, Ólafi Egilssyni og Jóhanni A. Kristjánssyni.

Frétt frá mótshaldara SFK

AddThis Social Bookmark Button