Ásgeir sigraði á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 30. maí 2019 12:18

Ásgeir Sigurgeirsson sigraði í loftskammbyssu karla á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Hann endaði með 234,9 stig, annar varð Boris Jeremenko frá Monaco með 231,4 stig og í þriðja sæti Jean Marie Cirelli frá Luxemburg með 212,4 stig. Ívar Ragnarsson stóð sig með prýði og endaði í 5.sæti með 169,8 stig.

AddThis Social Bookmark Button