Pétur endaði með 120 stig á Kýpur Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 16. febrúar 2020 20:03

2020cypgpfinalPétur Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur keppti á afar sterku móti í haglabyssugreininni SKEET, á Kýpur um helgina. Skorið hjá honum var mjög gott, 120 stig af 125 mögulegum (24 24 25 24 23). Skora þurfti 121 stig til að komast í úrslit en Pétur lenti í 14.sæti. Reino Velleste frá Eistlandi sigraði, Ethymios Mitas frá Grikklandi varð annar og Johan Birkykke frá Danmörku varð þriðji. Keppendur á mótinu voru alls 105 talsins og er hægt að finna heildarúrslit mótsins hérna.

AddThis Social Bookmark Button