Jórunn og Guðmundur Helgi sigruðu í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 04. desember 2021 18:41

Landsmót Stí í loftgreinum var rétt í þessu að ljúka í aðstöðu Skotdeildar Keflavíkur. Alls voru 16 keppendur skráðir og einn keppandi sem keppti í báðum greinum.

Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði í karlaflokki í loftrifflinum með 576.0 stig, í öðru sæti var svo Þórir Kristinsson einnig úr Skotfélagi Reykjavíkur með 534.7 stig og félagi þeirra Þorsteinn Bjarnason var svo í þriðja sæti með 503.5 stig. Saman tóku þeir liðakeppnina með 1616.7 stig.

Jórunn Harðardóttir Skotfélagi Reykjavíkur sigraði loftriffil kvenna með 580.0 stig og Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðarbæjar var í öðru sæti með 472.0 stig.

Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórun Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 542 stig og í öðru sæti var Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir Skotgrund með 498 stig.
Í unglingaflokki kvenna var Sóley Þórðardóttir í fyrsta sæti aðeins 4 stigum frá eigin Íslandsmeti. Forföll urðu í unglingaflokki karla.

Magnús Ragnarsson frá Skotíþróttafélaginu Skyttunum kom sá og sigraði í karlaflokki í loftskammbyssu. Hann skaut sig úr 3. flokk í 2. flokk á skori sem var 4 stigum frá 1. flokks viðmiðinu. Í öðru sæti var Bjarki Sigfússon frá Skotíþróttafélagi Kópavogs og í þriðja sæti var svo Hannes H. Gilbert einnig í Skotíþróttafélagi Kópavogs. Karlasveit Skotíþróttafélags Kópavogs var svo í fyrsta sæti í liðakeppninni með 1502 stig.

Skorblaðið er svo hérna.

AddThis Social Bookmark Button