Laugardagur, 05. febrúar 2022 13:17 |
 Keppni í loftskammbyssu á Reykjavíkurleikunum fór fram í Egilshöllinni í dag. Keppendur skutu 60 skotum og höfðu til þess 75 mínútur. Siguvegari varð Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 562 stig, í öðru sæti einnig úr Kópavogi varð Jón Þór Sigurðsson með 540 stig og í þriðja sæti hafnaði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 531 stig. Keppni í loftriffli fer svo fram í fyrramálið á sama stað í Egilshöllinni.
|