Laugardagur, 29. apríl 2023 22:26 |
  
Íslandsmeistaramótið í Loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Ívar Ragnarsson úr SFK sigraði í karlaflokki með 566 stig, Bjarki Sigfússon úr SFK varð annar með 546 stig og þriðji Magnús Ragnarsson úr SKS með 530 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 550 stig, Kristína Sigurðardóttir úr SR varð önnur með 529 stig og þriðja Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS með 512 stig. Í drengjaflokki sigraði Adam Ingi Höybe Franksson úr SFK með 490 stig, Óðinn Magnússon úr SKS varð annar með 485 stig og í þriðja sæti hafnaði Elfar Egill Ívarsson úr SKS með 362 stig. Í stúlknaflokki sigraði Elín Kristín Ellertsdóttir úr SKS með 491 stig og silfrið hlaut Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir úr SR með 450 stig. Lið SFK sigraði í karlaflokki og lið SR í kvennaflokki.
 Eins voru krýndir Íslandsmeistarar í flokkum og er hægt að nálgast nánari upplýsingar á úrslitasíðu STÍ.
Nokkrar myndir hérna.
|