Ásgeir, Jórunn og Helgi sigruðu í loftbyssu Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 27. febrúar 2020 10:13

Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum var haldið í Kópavogi á laugardaginn. Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 578 stig, annar varð Peter Martisovic úr SFK með 544 og í þriðja sæti hafnaði Karl Kristinsson úr SR einnig með 544 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 548 stig og Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr SSS varð önnur með 506 stig. í unglingaflokki sigraði Sigríður Láretta Guðmundsdóttir úr SA með 515 stig og Rakel Arnþórsdóttir úr SA varð önnur með 466 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit SR með 1,635 stig, önnur varð sveit SFK með 1,560 og þriðja varð sveit SKA með 1,375 stig.

Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 591,9 stig, Theodór Kjartansson úr SK varð annar með 554,5 stig og Þórir Krsitinsson úr SR varð þriðji með 544,3 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 582,8 stig og Guðrún Hafberg úr SFK varð önnur með 519,9 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Jón Þór sigraði í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 23. febrúar 2020 17:08

2020std23febLandsmót STÍ í Staðlaðri skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Jón Þór Sigurðsson úr SFK sigraði með 540 stig, annar varð Karl Kristinsson úr SR með 526 stig og í þriðja sæti hafnaði Þórður Ívarsson úr SA með 523 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót í Egilshöll á sunndaginn Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 21. febrúar 2020 14:24

2020lmotstd23febridlarLandsmót STÍ í Staðlaðri skammbyssu verður haldið í Egilshöllinni á sunnudaginn. Hægt verður að fylgjast með í beinni hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Pétur endaði með 120 stig á Kýpur Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 16. febrúar 2020 20:03

2020cypgpfinalPétur Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur keppti á afar sterku móti í haglabyssugreininni SKEET, á Kýpur um helgina. Skorið hjá honum var mjög gott, 120 stig af 125 mögulegum (24 24 25 24 23). Skora þurfti 121 stig til að komast í úrslit en Pétur lenti í 14.sæti. Reino Velleste frá Eistlandi sigraði, Ethymios Mitas frá Grikklandi varð annar og Johan Birkykke frá Danmörku varð þriðji. Keppendur á mótinu voru alls 105 talsins og er hægt að finna heildarúrslit mótsins hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Skammbyssuskytta fer fyrst með Ólympíueldinn Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 13. febrúar 2020 11:47

anna korakaki olGríska skammbyssuskyttan Anna Korikaki, sem vann gull og brons verðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó, mun hlaupa fyrsta spölinn með Ólympíueldinn fyrir leikana í Tókýó síðar á árinu. Nánar hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Jöfnun á Íslandsmeti hjá Jóni Þór Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 12. febrúar 2020 21:24

2020 lmot50mriff8febLandsmót STÍ í 50m Riffli fór fram í Kópavogi laugardaginn 8.febrúar. Í karlaflokki jafnaði Jón Þór Sigurðsson úr SFK eigið Íslandsmet með 623,7 stig. Í öðru sæti varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 618,2 stig og Guðmundur Valdimarsson úr SÍ þriðji með 613,5 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit SÍ með 1817,4 stig, sveit SFK önnur með 1811,7 stig og sveit SR þriðja með 1799,4 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 612,5 stig og Guðrún Hafberg úr SFK varð önnur með 591,1 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>

Síða 17 af 260

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing