Miðvikudagur, 21. nóvember 2012 19:28 |
Búið er að samþykkja nýju reglurnar hjá ISSF og verða þær aðgengilegar næstu daga. Í skeet breytist röðin á hringnum þannig að á palli 4 eru bara skotnar stöku dúfurnar en eftir pall 7 er farið á pall 4 og þar skotin bæði dobblin og svo farið á pall 8 og klárað. Í final fara 6 efstu úr aðalkeppninni og byrja á núlli. Skotin eru tvö dobbl á palli 3,4,5 og 4 eða alls 16 dúfur. Sæti 5 og 6 detta þá út og sæti 3 og 4 keppa um bronsið og síðan sæti 1 og 2 um gullið. Einnig er ekki leyfilegt að lyfta byssu fyrir hring nema á palli 1 með leyfi dómara !
Nýju reglurnar í loftbyssunni eru helst þannig að skottíminn er styttur í 1 klst og 15 mínútur í karlaflokki og 50 mínútur í kvennaflokki. Við þennan tíma bætast 15 mínútur ef ekki er skotið á elektrónísk skotmörk. Í final fara 8 efstu eftir undnakeppnina og byrja þar á núlli ! Næst eru skotnar tvær 3 skota hrinur og er hver hrina 150 sekúndur. Því næst eru skotnar tveggja skot hrinur, hver þeirra í 50 sekúndur. Áttunda sæti er ákveðið eftir 8 skot og fellur þar út. Því næst eru skotin tvö skot og sjöunda sæti detur þar út og svo koll af kolli þar til brons silfur og gull sætið liggur fyrir!
|
|
Föstudagur, 16. nóvember 2012 13:27 |
Vegna mikils áhuga manna á gömlum herrifflum, óskar félagið eftir félagsmönnum sem eru tilbúnir að taka að sér að halda HERRIFFLAMÓT á næsta ári. Stefnt er að því að þeir verði að vera framleiddir fyrir árið 1960 til að verða löglegir í keppnina. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að setja sig í samband við framkvæmdastjóra og eins í tölvupósti á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
.
|
Fimmtudagur, 15. nóvember 2012 14:16 |
Umsagnir um vopnalagafrumvarpsins eru komnar á vef Alþingis hérna. Þar er hægt að lesa þær umsagnir sem hafa borist Allsherjarnefnd vegna málsins.
|
Fimmtudagur, 15. nóvember 2012 13:18 |
Riðlaskipting landsmótsins á laugardaginn er komin hérna.
|
Þriðjudagur, 13. nóvember 2012 18:04 |
Skráningu keppenda á landsmótið í loftbyssugreinunum á laugardaginn lýkur í kvöld. Mótið verður í Egilshöllinni og hefst kl.10:00
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 191 af 293 |