Fimmtudagur, 01. mars 2012 10:17 |
Á laugardagin, 3.mars, verður haldið innanfélagsmót í Skeet á völlum félagsins á Álfsnesi. Skotnir verða 3 hringir. Skráning á staðnum en mótið hefst kl. 12:00
|
|
Miðvikudagur, 29. febrúar 2012 10:05 |
Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri í samvinnu við verslunina Vesturröst verður haldinn laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. mars 2012 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri. Verður þar fjölbreytt úrval skotvopna til sýnis svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu frá landskunnum söfnurum m.a ein af haglabyssum Jóns Þorsteinssonar frá Ólafsfirði og Drífur Jóns Björnssonar frá Dalvik.
|
Laugardagur, 25. febrúar 2012 18:35 |
Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði á Landsmóti STÍ í Staðlaðri skammbyssu í Egilshöll í dag. Í kvennaflokki sigraði Þórhildur Jónasdóttir einnig úr Skotfélagi Reykjavíkur. A-Sveit Skotfélags Reykjavíkur sigraði í liðakeppninni. Myndir komnar hérna. Eins eru úrslitin hérna.
|
Fimmtudagur, 23. febrúar 2012 11:02 |
Landsmót í Staðlaðri skammbyssu fer fram í Egilshöllinni á laugardaginn. Riðlaskiptingin er komin hérna. Athugið að lokað er fyrir almennar æfingar þennan dag.
|
Laugardagur, 18. febrúar 2012 17:13 |
Ásgeir Sigurgeirsson var aðeins einu stigi frá því að komast inná Ólympíeikana í dag. Skorið hjá honum var fínt,575 stig en inn í því var ein hrinan 93 stig.
|
Þriðjudagur, 14. febrúar 2012 17:38 |
Ásgeir Sigurgeirsson keppir á Evrópumeistaramótinu í loftskammbyssu á laugardaginn. Mótið fer fram í Finnlandi. Nánar á heimasíðu mótshaldara. Hægt verður að fylgjast með skorinu í keppninni í beinni hérna. Ásgeir byrjar kl. 11:00 að staðartíma eða kl. 09:00 að íslenskum tíma. Úrslitin eru svo kl. 14:30 að staðartíma eða kl. 12:30 að íslenskum tíma. Ef Ásgeir lendir í hópi fjögurra efstu tryggir hann sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London í ágúst.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 215 af 293 |