Föstudagur, 27. janúar 2012 17:31 |
 Ásgeir Sigurgeirsson náði silfurverðlaunum á stórmótinu IWK í München í Þýskalandi í dag. Hann skaut frábærlega í úrslitunum með 101,7 stig + 583 í undankeppninni og endaði því með 684,7 stig. Sigurvegarinn varð Oleg Omelchuk frá Úkraínu var með 687.2 stig en hann er í 7.sæti á heimslistanum, Andrija Zlatic frá Serbíu varð í 3ja sæti með 684,3 stig en hann er í öðru sæti á heimslistanum. Það verður gaman að sjá hvað Ásgeir gerir svo á mótinu á morgun. Í 4.sæti varð Yusuf Dikec frá Tyrklandi sem er í 3.sæti á heimslistanum, fimmti varð Juraj Tuzinsky frá Slóvakíu sem er í 20.sæti heimslistans, Ivan Bidnyak frá Úkraínu varð sjötti en hann er í 18.sæti listans, Damir Mikec frá Serbíu varð sjöundi en hann er í 14.sæti heimslistans og Tomoyuki Matsuda frá Japan varð svo í áttunda sæti en hann er í 4.sæti heimslistans. Ásgeir er sem stendur í 63.sæti listans í loftskammbyssu. Þess má einnig geta að allir keppinautar Ásgeirs í úrslitunum eru búnir að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í London í ágúst ! /gkg /
|
|
Föstudagur, 27. janúar 2012 16:04 |
Ásgheir er í 3.-4.sæti fyrir final á stórmótinu í Þýskalandi. Finalinn hefst núna kl.16:30 og verður spennandi að fylgjast með honum þar. Hann er með 583 stig. Sá sem er í fyrsta sæti er með 586 og sá áttundi er með 581 stig. Það getur því allt gerst í úrslitunum.
|
Fimmtudagur, 26. janúar 2012 16:29 |
Ásgeir keppir á föstudag kl.13:45 síðan er final kl. 16:30. Á laugardag kl. 11:30 og final er kl. 14:30
|
Mánudagur, 23. janúar 2012 11:02 |
Ásgeir Sigurgeirsson, skammbyssuskyttan okkar, er að fara til Þýskalands, þar sem hann keppir í loftskammbyssu á föstudag og laugardag. Þetta er eitt sterkasta alþjóðlega mótið á hverju ári. Allir þeir bestu mæta þar og reyna með sér. Keppt er á skotsvæði Bæverska skotsambandsins á svæði sem er sérhannað til skotfimi. Mynd af því er hérna. Hægt er einnig að fylgjast með skorinu beint hérna.
|
Miðvikudagur, 18. janúar 2012 14:26 |
Fréttin er tekin af síðu Stí í dag:
18.jan.2012 Fréttatilkynning frá stjórn:
Stjórn Skotíþróttasambands Íslands (STÍ) fundaði 17.janúar um drög að frumvarpi til vopnalaga sem birt var á heimasíðu Innanríkisráðuneytisins í lok sl. viku. Mikillar óánægju gætir meðal skotíþróttamanna með ákveðin atriði í frumvarpsdrögunum og hefur mál manna verið að þær takmarkanir sem lagðar eru til beinist einvörðungu að íþróttafólki. Stjórn STÍ tekur undir þau sjónarmið.
|
Nánar...
|
Mánudagur, 16. janúar 2012 20:13 |
Okkar maður, Guðmundur Helgi Christensen, sigraði á Landsmóti STÍ í 60sk liggjandi riffli, sem haldið var í Kópavogi í gær. Hann hlaut 584 stig, annar varð Arnfinnur Jónsson með 582 og Jón Þór Sigurðsson þriðji með 576 stig. /gkg
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 217 af 293 |