Laugardagur, 14. janúar 2012 19:13 |
Á landsmótinu í Egilshöllinni í dag sigraði Ásgeir Sigurgeirsson í loftskammbyssu karla með 584 stig + 100,4 ífinal eða alls 684,4 stig, aðeins 1 stigi frá Íslandsmeti sínu. Hann er greinilega í hörkuformi og verður spennandi að sjá hvernig honum gengur á stórmótinu í Þýskalandi í lok mánaðarins og á Evrópumeistaramótinu í Finnlandi í febrúar. Þar mun skýrast hvort hann komist inná næstu Ólympíuleika. Í öðru sæti varð Thomas Viderö með 659,1 stig og Stefán Sigurðsson þriðji með 629,7 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir með 456,3 stig og Kristína Sigurðardóttir varð í öðru sæti með 442,8 en Berglind Björgvinsdóttir varð þriðja með 442,4. A-lið Skotfélags Reykjavíkur sigraði í liðakeppni karla, sveit SFK varð í öðru sæti og B-sveit SR varð í þriðja sæti. í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen með 555 stig og í loftriffli kvenna sigraði Íris Eva Einarsdóttir með 346 stig. MYNDIR KOMNAR HÉR /gkg
|
|
Laugardagur, 14. janúar 2012 08:46 |
Í dag fer fram Landsmót í loftbyssugreinunum í Egilshöllinni. Úrslit hefjast kl.14:15 og standa í uþb.30 mínútur.
Á Álfsnesi verður opið kl.12-16
|
Laugardagur, 14. janúar 2012 08:29 |
Samkvæmt nýju frumvarpi til byssulaga munu nokkrar skotíþróttagreinar detta út á skömmum tíma, þar sem ekki verður leyfilegt að flytja inn byssur í þessar keppnisgreinar.
|
Nánar...
|
Fimmtudagur, 12. janúar 2012 13:45 |
Æfing fyrir Landsmótið á laugardaginn er föstudagskvöldið kl.19-20:30
Riðalskiptingin er komin hérna.
|
Þriðjudagur, 10. janúar 2012 18:30 |
Lokaskráning á mótin í loftskammbyssu, loftriffil og enskan riffil í kvöld.
|
Föstudagur, 06. janúar 2012 19:46 |
 ÍSÍ tilkynnti í dag styrkveitingar úr Afrekssjóði þess. STÍ fékk úthlutað vegna tveggja skotmana úr Skotfélagi Reykjavíkur. Verkefni vegna Ásgeirs Sigurgeirssonar hlaut 1,240þús kr. styrk og vegna Arnar Valdimarssonar hlaut 760þús.kr. Þetta gerir þeim kleift að keppa við þá bestu á komandi ári og að byggja undir þann árangur sem þeir hafa nú þegar náð. Stjórn SR óskar þessum frábæru fulltrúum félagsins til hamingju með þessa viðurkenningu á árangri þeirra og óskar þeim velfarnaðar á komandi mánuðum á leið þeirra til frekari afreka. /gkg
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 218 af 293 |