Sunnudagur, 12. febrúar 2012 22:59 |
Á Landsmóti STÍ í 60sk liggjandi riffli sem haldið var í Kópavogi í dag, sigraði okkar maður, Guðmundur Helgi Christensen og náði jafnframt meistaraflokksárangri, 587 stigum. Í öðru sæti varð Stefán E. Jónsson SFK með 582 stig og þriðji varð Guðmundur Valdimarsson SÍ með 573 stig.
|
|
Miðvikudagur, 08. febrúar 2012 22:43 |
Á Reykjavíkurmótinu sem var haldið í Egilshöllinni í dag setti Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur nýtt Íslandsmet í loftriffli 383 stig af 400 mögulegum ! Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen SR með 559 stig og Sigfús Tryggvi Blumenstein SR varð annar með 522 stig. Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson SR með 585 stig en Íslandsmet hans er 586 stig ! Í öðru sæti varð Tómas Viderö SFK með 569 stig og Gunnar Þór Hallbergsson SR varð þriðji með 546 stig. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir SR með 371 stig, önnur varð Kristína Sigurðardóttir SR með 362 stig og í þriðja sæti Berglind Björgvinsdóttir SKA með 346 stig. /gkg
|
Mánudagur, 06. febrúar 2012 20:13 |
Reykjavíkurmótið í loftskammbyssu og loftriffli verður haldið í Egilshöllinni miðvikudaginn 8.febrúar. Hefja má keppni milli kl. 16:00-20:00. Lokað er fyrir almennar æfingar í Egilshöll, bæði í loft og púðursalnum.
|
Laugardagur, 28. janúar 2012 18:58 |
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ, fagnar 100 ára afmæli sínu 28. janúar 2012 en sambandið var stofnað þann dag í Bárubúð árið 1912. Alls mættu 25 fulltrúar frá sjö félögum á stofnfund sambandsins en það voru fulltrúar frá Reykjavíkurfélögunum Glímufélaginu Ármanni, Íþróttafélaginu Kára, Íþróttafélagi Reykjavíkur, Knattspyrnufélaginu Fram, Knattspyrnufélagi Reykjavíkur, Umf. Reykjavíkur og Umf. Iðunni. Að auki var á fundinum lögð fram ósk frá fimm félögum í viðbót að gerast stofnfélagar sambandins. það voru félögin Skautafélag Reykjavíkur, Sundfélagið Grettir og Akureyrarfélögin Íþróttafélagið Grettir, Glímufélagið Héðinn og Umf. Akureyrar. Axel Tulinius var kosinn fyrsti forseti ÍSÍ.
Á afmælisdaginn sjálfan ætlar ÍSÍ að halda hátíðarfund framkvæmdastjórnar í fundarsalnum Bárubúð í Ráðhúsi Reykjavíkur. Að honum loknum mun ÍSÍ bjóða boðsgestum til móttöku í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á afmælisárinu verða fjölmargir viðburðir á dagskrá, bæði viðburðir sem ÍSÍ stendur fyrir en einnig viðburðir sem verða skipulagðir af sambandsaðilum ÍSÍ um land allt eða í samstarfi við sambandsaðila og aðildarfélög þeirra.
ÍSÍ er síungt samband og framtíðin er björt hjá íslenskri íþróttahreyfingu. ÍSÍ óskar íþróttahreyfingunni og landsmönnum öllum til hamingju með 100 ára afmælið.
|
Laugardagur, 28. janúar 2012 14:07 |
Ásgeir endaði mótið í dag á 579 stigum og var aðeins einu stigi frá því að komast í úrslit. Frábær árangur hjá honum á þessum tveimur mótum í Þýskalandi og vonandi að það efli hann fyrir átökin á Evrópumeistaramótinu í Finnlandi í febrúar. Skorið var alveg frábært í dag, 95 97 100 98 96 93 og 22x-tíur. Hann endaði í 13.sæti á þessu gríðarsterka móti en keppendur voru alls 83 talsins.
|
Laugardagur, 28. janúar 2012 12:00 |
Það er opið á Álfsnesi í dag hjá okkur í dag til kl. 16. Lokað í Egilshöllinni
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 216 af 293 |