Föstudagur, 05. janúar 2024 07:55 |
Stjórn STÍ hefur valið Skotíþróttafólk ársins 2023 og hlaut formaður félagsins hnossið. Þetta segir í umsögninni:Â
Í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir (55 ára) úr Skotfélagi Reykjavíkur
Jórunn sigraði í keppni með Loftriffli á Reykjavíkurleikunum í vor. Hún varð einnig Íslandsmeistari í þremur greinum á árinu, í keppni með Riffli í liggjandi stöðu, í Loftriffli auk þess í keppni með Loftskammbyssu. Hún komst í úrslit á Smáþjóðaleikunum á Möltu í bæði Loftskammbyssu sem og Loftriffli en náði ekki verðlaunasæti að þessu sinni.
Í karlaflokki var það riffilskyttan Jón Þór Sigurðsson sem hlaut titilinn.
Þau fengu afhentar viðurkenningar sínar í kvöld. Það var gert samhliða vali á Íþróttamanni Ársins í hófi sem ÍSÍ og samtök íþróttafréttamanna standa árlega fyrir. Var það haldið að þessu sinni á Hilton Nordica.
|
|
Sunnudagur, 24. desember 2023 14:43 |
Skotfélag Reykjavíkur óskar félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi skotári.
|
Laugardagur, 23. desember 2023 15:58 |
Stjórn félagsins hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn félagsins árið 2023:
Í karlaflokki er Jón Valgeirsson f.1973 Skotíþróttakarl SR 2023.
Jón keppir í haglabyssugreininni Compak Sporting.
Á Grand Prix mótinu í Eistlandi varð hann í 14.sæti af 189 keppendum og á Grand Prix mótinu í Lettlandi varð hann í 29.sæti af 99 keppendum. Hann varð í 2.sæti á Íslandsmeistaramótinu í haglabyssugreininni Compak Sporting. Á Heimsmeistaramótinu í Grikklandi varð hann í 181.sæti af 524 keppendum. Hann er nú í sæti 105 á heimslista FITASC en á honum eru 2,143 keppendur.
Í kvennaflokki er Jórunn Harðardóttir f.1968 Skotíþróttakona SR 2023.
Jórunn keppir bæði í riffil- og skammbysgreinum.
Jórunn sigraði í keppni með Loftriffli á Reykjavíkurleikunum í vor. Hún varð einnig Íslandsmeistari í þremur greinum á árinu, í keppni með Riffli í liggjandi stöðu, í Loftriffli auk þess í keppni með Loftskammbyssu. Hún komst í úrslit á Smáþjóðaleikunum á Möltu í bæði Loftskammbyssu sem og Loftriffli en náði ekki verðlaunasæti að þessu sinni.
|
Fimmtudagur, 14. desember 2023 12:00 |
Um helgina fara fram tvö Landsmót STÍ í riffilgreinum.
Riðlaskiptingin er hérna: Laugardag 50m liggjandi og Sunnudag 50m Þrístaða
|
Sunnudagur, 10. desember 2023 12:42 |
Á landsmóti STÍ í Loftriffilkeppni í dag, sigraði Jórunn Harðardóttir með 588,9 stig, Guðmundur Helgi Christensen varð í öðru sæti með 581,3 stig og í þriðja sæti varð Íris Eva Einarsdóttir með 575,0 stig. Þau keppa öll fyrir Skotfélag Reykjavíkur.
|
Sunnudagur, 10. desember 2023 10:23 |
Á landsmóti STÍ sem haldið var af Skotíþróttafélagi Kópavogs í Digranesi í dag, laugardag, sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 557 stig, annar varð Ívar Ragnarsson úr SFK og Jón Þór Sigurðsson úr SFK varð þriðji.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 6 af 289 |