Laugardagur, 14. ágúst 2010 21:32 |
Fyrri degi Íslandsmótsins í haglabyssu-skeet sem haldið er á völlum félagsins er nú lokið og var nýr Íslandsmeistari í kvennaflokki krýndur í dag í dag. Inger Anna Ericson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar stóð uppi sem sigurvegari eftir úrslitakeppnina. Í karlaflokki leiðir Bergþór Pálsson úr skotfélaginu Markviss á Blönduósi en fast á hæla hans koma Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur og Sigurþór Jóhannesson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Keppni hefst aftur í fyrramálið kl. 10:00 en finalinn hefst kl.15:00. Staðan eftir fyrri dag er hérna.
|
|
Föstudagur, 13. ágúst 2010 09:56 |
Hér er riðlaskiptingin fyrir Íslandsmótið í Skeet, dagana 14.-15. ágúst 2010 og uppröðun manna.
|
Fimmtudagur, 12. ágúst 2010 14:18 |
Athugið að lokað er á haglavöllum félagsins á laugardag vegna Íslandsmóts í Skeet.
|
Fimmtudagur, 12. ágúst 2010 14:17 |
Mótagjöldin um helgina er kr 8.000 í karlaflokki og kr 5.000 í kvennaflokki. Final í karlaflokki er á sunnudeginum og í kvennaflokki á laugardeginum.
|
Fimmtudagur, 12. ágúst 2010 12:04 |
Um helgina fer fram Íslandsmótið í haglabyssu á völlum félagsins á Álfsnesi. Vegna þess hefur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar samþykkt undanþágu til okkur um rýmkaðan opnunartíma á sunnudeginum kl.10 til 18:00.
|
Fimmtudagur, 12. ágúst 2010 10:28 |
Um helgina verður haldið Íslandsmót í Skeet á Álfsnesi. Mótið hefst kl 10:00 laugardaginn og sunnudaginn á sama tíma. Opið verður fyrir keppendur til æfinga á föstudag fyrir mót frá kl 16 til 21. Unnið verður úr öllum skráningum keppenda daginn fyrir mót og riðlaskipting sett hér inn í kjölfarið. Nánari upplýsingar á móttstað í dag og föstudag.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 251 af 293 |