Örn sigraði á Landsmótinu í Þorlákshöfn í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 01. maí 2010 21:19
Okkar maður, Örn Valdimarsson, sigraði á landsmótinu í skeet, sem haldið var í Þorlákshöfn í dag. Hann skaut 68 leirdúfur af 75 í undankeppninni og toppaði síðan árangurinn og skaut allar 25 skífurnar í úrslitakeppninni. Þorgeir M.Þorgeirsson varð í 7.sæti og Einar Einarsson varð í 14.sæti. Saman enduðu þeir í 3.sæti í liðakeppninni. Óskar Karlsson skaut 45 dúfur og varð í 1.sæti í unglingaflokki. Fínn árangur hjá okkar mönnum.
AddThis Social Bookmark Button
 
Christensen mótið í loftbyssu þriðjudaginn 4.maí Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 29. apríl 2010 19:30

Á þriðjudaginn kemur verður haldið hið árlega Christensenmót í loftbyssugreinunum en það er haldið til minningar um Hans P.Christensen fyrrverandi ritara félagsins. Keppendur geta byrjað kl. 14:00 á þriðjudaginn en keppt er í opnum flokki, þ.e. karlar og konur skjóta bæði 60 skotum. Gott væri að fá skráningu frá þeim sem hug hafa á að mæta til keppni en það er þó ekki nauðsynlegt. Þið getið skráð ykkur á staðnum. Mótið er opið öllum óháð félagsaðild. Hefð hefur skapast fyrir því að skyldumæting er á mótið af félagsmönnum okkar.

AddThis Social Bookmark Button
 
Námskeið Lögreglu og Umhverfisstofnunar á sunnudag Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 28. apríl 2010 14:18
Undanþága fékkst frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar til að halda skotvopnanámskeið lögreglunnar og Umhverfisstofnunar sem hefst á sunnudaginn kl.10:00 og stendur til um 14:00 að öllum líkindum. Fjöldi þáttakenda er rétt rúmlega 40 manns að þessu sinni. Önnur starfsemi á svæðinu er lokuð þennan daginn.
AddThis Social Bookmark Button
 
Norma mótið í sumar ! Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 20. apríl 2010 10:28

Verslunin Hlað hefur ákveðið í samvinnu við SR og sænska skotframleiðandann Norma, að endurtaka mótið sem haldið var í fyrra. Við höfum þegar ráðstafað riffilvellinum undir mótið sem haldið verður laugardaginn 17.júlí og hefst það kl. 13:00. Opið verður fyrir almennar æfingar kl. 10 - 12 þennan dag. Á mótinu verður einungis hægt að keppa með Norma verksmiðjuskotum og aðeins í caliberunum 308 og 6,5x55.

AddThis Social Bookmark Button
 
Fyrsta landsmót keppnistímabilsins í skeet í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 17. apríl 2010 18:59
Þá er mótinu í Hafnarfirði lokið. Úrslitin má nálgast hérna. Okkar maður Örn Valdimarsson varð í öðru sæti og eins komst Þorgeir Þorgeirsson í úrslit og hafnaði í 6 sæti. Liðið okkar skipað Erni og Þorgeiri ásamt Einar Einarssyni endaði í öðru sæti. Unglingurinn okkar hann Óskar Karlsson hafnaði í 17.sæti á sínu fyrsta móti. Fínn árangur hjá þeim öllum.
AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmótinu í loftbyssu lokið Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 17. apríl 2010 17:37
Íslandsmótið í loftskammbyssu og loftriffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Úrslitin eru hérna og myndir hérna. Helstu úrslit urðu þau að Ásgeir Sigurgeirsson sigraði í skammbyssu karla, Jórunn Harðardóttir í skammbyssu kvenna, Guðmundur Helgi Christensen í loftriffli karla, Jórunn í loftriffli kvenna, Íris Eva Einarsdóttir í loftriffli unglinga, Steinunn Guðmundsdóttir í loftskammbyssu unglinga í kvennaflokki, en hún setti í leiðinni nýtt Íslandsmet með final, Skúli F. Sigurðsson í skammbyssu unglinga í karlaflokki og A-Sveit Skotfélags Reykjavíkur sigraði í liðakeppninni með þá Ásgeir Sigurgeirsson, Guðmund Helga Christensen og Guðmund Kr. Gíslason innanborðs.
AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 Næsta > Síðasta >>

Síða 252 af 286

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing