|
Laugardagur, 23. október 2010 19:41 |
|
Á landsmóti STÍ í dag sigruðu okkar keppendur í öllum flokkum. Ásgeir og Jórunn sigruðu í loftskammbyssu, Jórunn vann einnig í loftriffli, Guðmundur Helgi í loftriffli karla og í liðakeppninni þeir Ásgeir,Guðmundur og Benedikt. Nánari úrslit á úrslitasíðu STÍ hérna.
|
|
|
Föstudagur, 22. október 2010 19:01 |
|
Fyrsta landsmót STÍ í loftbyssugreinunum verður haldið í aðstöðu Skotfélags Kópavogs í Digranesi á morgun. Keppni hefst kl.10:00. Við sendum 4 keppendur í mótið.
|
|
Þriðjudagur, 19. október 2010 08:13 |
|
Athugið að opnunartímar breytast hratt þessa dagana á Álfsnesi vegna myrkurs. Fylgist vel með á opnunartímar hér að ofan.
|
|
Mánudagur, 11. október 2010 19:58 |
|
Undanfarin ár höfum við tekið þátt á sænska meistaramótinu, Allsvenskan Luftpistolserien, í loftskammbyssukeppni. Í fyrra varð Ásgeir Sigurgeirsson efstur allra eftir allar 7 umferðirnar með 97 að meðaltali í hverri hrinu. Sjá heimasíðu Svíanna. A lið félagsins varð í öðru sæti í næst efstu deild í fyrra og keppir því að líkindum í efstu deild þetta árið.
|
|
Fimmtudagur, 07. október 2010 09:58 |
|
Í gærkvöldi fór fram fyrsta skammbyssukeppni vetrarins í Egilshöll. Keppt er í 30 skota sportskammbyssu og eingöngu skotið á langa tímanum. Karl kristinsson sigraði með 274 stig, Jórunn harðardóttir varð önnur með 271 stig og Kolbeinn Björgvinsson þriðji með 260 stig. Þessi keppni verðru haldin fyrsta miðvikudag í mánuði framá vor og gilda 3 bestu mótin við ákvörðun á lokasigurvegara. Hér eru úrslitin.
|
|
Sunnudagur, 03. október 2010 21:51 |
|
Vetrarstarfið í Egilshöllinni hefst á morgun, mánudaginn 4.okt kl.19-21. Opið verður í vikunni kl. 19-21 mánudag til fimmtudags, og svo á laugardaginn kl.11-13. Á Álfsnesi verður opið þirðjudag kl.16-19, fimmtudag kl.17-19 og svo á laugardaginn kl.12-18. Á laugardögum í október og svo fyrstu tvo laugardaga í nóvember hefst námskeið UST og lögreglu kl.11 og truflar því aðeins almenna starfsemi sem hefst alltaf kl.12 þessa daga. Ekki fékkst undanþága hjá Heilbrigðiseftriliti Reykjavíkur til að hefja námskeiðin kl.10 að morgni til að trufla sem minnst starfsemi félagsins um helgar en einsog öllum er kunnugt þótti ekki rétt að veita félaginu leyfi til að hafa æfingar á sunnudögum. Væntanlega er þetta eina frístundastarfið á landinu sem ekki er leyfilegt að stunda á sunnudögum.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 252 af 298 |