Þriðjudagur, 10. ágúst 2010 21:14 |
Þeir sem ætluðu að taka þátt í námskeiðinu um hreindýraveiðar miðvikudaginn 11. ágúst eru vinsamlega beðnir að athuga að námskeiðið frestast af óviðráðanlegum ástæðum um eina viku, eða til 18. ágúst. Námskeiðið verður haldið á sama tíma þann 18. og eru þeir sem ætluðu að taka þátt þann 11. vinsamlega beðnir að skrá sig að nýju.
|
|
Fimmtudagur, 05. ágúst 2010 22:42 |
Fyrirhugað er að halda tvö hreindýranámskeið til viðbótar í ágúst, ef næg þátttaka fæst. Um er að ræða miðvikudagana 11. og 18.ágúst kl.18-21. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að senda beiðni á tölvupósti,
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
og gefa upp nafn, símanúmer og á hvort námskeiðið skal mæta.
|
Fimmtudagur, 05. ágúst 2010 22:38 |
Opið verður í Egilshöllinni á fimmtudagskvöldum kl.19 til 21, í ágúst og september.
|
Þriðjudagur, 03. ágúst 2010 08:24 |
Ásgeir endaði með 577 stig í loftskammbyssunni í morgun á HM í Þýskalandi. Hann er sem stendur í 20.sæti af um 140 keppendum. Honum gekk bara ansi vel en átti tvær hrinur sem drógu hann niður en skorið var 99 94 96 97 98 93. Samt sem áður er þetta útkoma sem hann ætti að vera mjög ánægður með og er fínt í reynslubankann.
|
Laugardagur, 31. júlí 2010 11:18 |
Á meðan heimsmeistaramótið í skotfimi fer fram, eru beinar útsendingar á netinu frá öllum úrslitum, í öllum greinum. Farið er á heimasíðu ISSF hérna og síðan valið hægra megin á síðunn LIVE TV.
|
Laugardagur, 31. júlí 2010 11:15 |
Ásgeir keppti í frjálsu skammbyssunni í morgun en komst ekki áfram uppúr undankeppninni.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 252 af 293 |