Fimmtudagur, 02. apríl 2009 12:52 |
Um næstu helgi fara fram 3 Íslandsmót í skotfimi. Á laugardag er keppt í Staðlaðri skammbyssu í Digranesi og í Þríþraut í riffli í Egislhöll. Á sunnudag er svo keppt í Sport skammbyssu í Digranesi.
|
|
Föstudagur, 27. mars 2009 17:37 |
Landsliðsæfingar í skeet hafa staðið yfir í dag. Peeter Pakk frá Eistlandi hefur verið á æfingum í dag með landsliði okkar. Peeter er nú landsliðsþjálfari Finna en sá af nokkrum dögum til að kíkja á okkar menn. Þeir verða við æfingar á Álfsnesi í dag, á morgun laugardag og svo fékkst undanþága hjá Heilbrigðiseftirliti til æfinga á sunnudaginn líka. Nokkrar myndir frá æfingunum í dag eru hérna.
|
Þriðjudagur, 24. mars 2009 08:28 |
Í nýju ISSF-alþjóðareglunum er m.a.ein breyting sem skiptir skammbyssuskotmenn máli. Gikkþyngdin í Grófri Skammbyssu hefur verið að lágmarki 1360 grömm hingað til en hefur nú verið lækkuð til samræmis við Staðlaða og Sport skammbyssu í 1000 grömm.
|
Laugardagur, 21. mars 2009 17:54 |
Ásgeir Sigurgeirsson sigraði á Íslandsmótinu í Frjálsri Skammbyssu sem haldið var í Egilshöllinni í dag.
|
Föstudagur, 20. mars 2009 08:57 |
Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í haglabyssu er væntanlegur til landsins í næstu viku. Hann mun verða hér við þjálfun landsliðs okkar í skeet í nokkra daga. Landsliðsmennirnir sjálfir bera stærsta hluta kostnaðarins sjálfir en STÍ leggur þó fram töluverðan hlut einnig. SR hefur boðið aðstöðu sína til æfinganna.
|
Föstudagur, 20. mars 2009 08:52 |
Íslandsmótið í Frjálsri Skammbyssu verður haldið í Egilshöllinni á morgun og hefst fyrri riðill kl.10 en sá seinni kl.12:15. Í fyrri riðli eru Ásgeir Sigurgeirsson, Halldór Axelsson og Eiríkur Björnsson en í þeim seinni Hannes G.Haraldsson, Gylfi Ægisson og Tómas Þorvaldsson.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 271 272 273 274 275 276 277 278 279 280 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 278 af 289 |