Sunnudagur, 28. janúar 2018 16:52 |
Ásgeir Sigurgeirsson kepptí í dag á H&N CUP mótinu í Þýskalandi og hafnaði í 9.-15.sæti með 579 stig einsog í gær en vantaði núna 1 stig til að komast í úrslitin. Annars mjög góður árangur hjá honum á þessu sterka móti.
|
|
Föstudagur, 26. janúar 2018 09:53 |
 Ásgeir Sigurgeirsson skammbyssuskytta er nú að keppa á einu sterkasta móti ársins í loftskammbyssu. Mótið kallast H&N Cup og er haldið árlega í München. Hann keppir bæði í dag sem og á morgun, laugardag. Hægt verður að fylgjast með skorinu á þessari slóð.
UPPFÆRT: Ásgeir er kominn í 8.manna úrslit í dag. Finalinn hefst kl.17:00 að okkar tíma.
UPPFÆRT: Ásgeir endaði í 6.sæti en þess má geta að keppendur voru 100 talsins. Skorið í undankeppninni hjá honum var 579 stig (99-95-96-98-96-95). Hann keppir svo aftur á morgun.
|
Fimmtudagur, 25. janúar 2018 20:33 |
 
- Skráningu á Reykjavíkurleikana RIG lýkur þriðjudaginn 30.janúar. Keppendur sendi skráningu í gegnum félag sitt.
Keppt er í Loftskammbyssu og Loftriffli 60 skot. Einn opinn flokkur í báðum greinum, þ.e. karlar og konur keppa saman án tillits til aldurs. Keppt er í FINAL í báðum greinum sem hefjast kl.15:00 Bein útsending verður frá mótinu á Sjónvarpi Símans og mbl.is kl. 15-16 Mótsstjórn velur Skotkarl og Skotkonu mótsins að því loknu. Þeim verður veitt viðurkenning á hátíðarkvöldi mótsins kl.19:30-21:30 í Laugardalshöllinni sunnudaginn 4.febrúar
|
Laugardagur, 20. janúar 2018 18:00 |
Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í Sport skammbyssu var haldið í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag. Í einstaklingskeppninni sigraði Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 556 stig, annar varð Eiríkur Ó. Jónsson úr sama félagi með 548 stig og í þriðja sæti hafnaði Ólafur Gíslason úr Skotfélagi Reykjavíkur með 543 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,634 stig (Ívar Ragnarsson 556, Eiríkur Ó. Jónsson 548, Jón Þ.Sigurðsson 530), í öðru sæti B-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,544 stig (Friðrik Göethe 541, Gunnar B.Guðlaugsson 503, Guðmundur T. Ólafsson 500) og í þriðja sæti hafnaði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,529 stig (Karl Kristinsson 537, Jón Á.Þórisson 500, Engilbert Runólfsson 492).
|
Fimmtudagur, 18. janúar 2018 13:48 |
Landsmót í Sportskammbyssu fer fram í Egilshöllinni á laugardaginn. Alls eru 20 keppendur skráðir til leiks.
|
Þriðjudagur, 16. janúar 2018 10:28 |
 Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir íþróttaráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík fimmtudaginn 25. janúar. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu V101 og hefst kl. 17. Ráðstefnustjóri verður Ingvar Sverrisson formaður ÍBR. Skráning fer fram hér á vefsíðu ÍSÍ og er aðgangur ókeypis.
Ráðstefnan er haldin í tengslum við Reykjavíkurleikana (WOW Reykjavik International Games 2018). Reykjavíkurleikarnir eru fjölgreina afreksíþróttamót sem haldið verður í 11. sinn árið 2018. Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR), í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ, íþróttafélögin í Reykjavík og dyggum samstarfsaðilum, standa að leikunum. Keppni er frá 25. janúar til 4. febrúar og fer að mestu leyti fram í Laugardalnum og nágrenni hans. Glæsileg hátíðardagskrá verður á báðum keppnishelgum og margt spennandi að sjá.
Vefsíða RIG er rig.is.
Facebook-síða Reykjavíkurleikanna er RIG - WOW Reykjavik International Games.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 82 af 296 |