Miðvikudagur, 06. desember 2017 13:10 |
Skotfélag Reykjavíkur bíður til 150 ára afmælisveislu ÂÂ laugardaginn 9. desember milli 13 og 15 í aðstöðu félagsins í kjallara Egilshallar, Grafarvogi. Boðið verður upp á kaffi og með því en á sama tíma verður í gangi keppni og verðlaunaafhending í enskum riffli (60 skotum liggjandi). Við vonumst eftir að sem flestir félagsmenn og aðrir velunnarar félagsins sjái sér fært að mæta, taki þátt í afmælisfagnaðinum og fagni þessum tímamótum með okkur.
|
|
Sunnudagur, 12. nóvember 2017 09:58 |
Landsmót í loftbyssugreinunum fór fram á Borgarnesi í dag. Í loftriffli unglinga bætti Magnús Guðjón Jensson úr Skotdeild Keflavíkur eigið Íslandsmet í unglingaflokki úr 513,4 stigum í 549,0 stig. Thomas Viderö úr Skotíþróttafélagi Kópavogs sigraði í loftskammbyssu karla með 552 stig. Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði í kvennaflokki í loftskammbyssu með 360 stig og í loftriffli með 402,5 stig. Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 583,5 stig. Nánar á sti.is
|
Föstudagur, 03. nóvember 2017 07:30 |
Fyrsta landsmót STÍ þennan veturinn verður haldið í Egilshöllinni á laugardag. Keppt er í Staðlaðri skammbyssu með 22ja kalibera skammbyssum á 25 metra færi. Skotin eru 60 skot þannig að fyrst er skotið 20 skotum í 5-skota hrinum á 150 sekúndum, næst er sama fyrirkomulag en á 20 sekúndum og svo að lokum á 10 sekúndum. Keppnin hefst kl.10:00.
|
Laugardagur, 07. október 2017 20:40 |
Ásgeir Sigurgeirsson keppti í dag fyrir sitt nýja lið í Bundezliegunni SGi Ludwigsburg, liðinu gekk frábærlega og vann allar viðureignir Á morgun keppir Ásgeir gegn Michec Damir bestu skammbyssuskyttu Evrópu. Keppnin hefst kl. 11:00 að Ísl. tíma og er hægt að fylgjast með hér: http://www.bundesliga.meyton.info/
|
Sunnudagur, 20. ágúst 2017 21:35 |
       Á Opna Reykjavíkurmótinu, SR OPEN, var jafnframt haldið Bikarmót STÍ og varð Stefán G. Örlygsson úr Skotfélagi Akraness Bikarmeistari 2017. Á mótinu sigraði Sigurður U. Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur, annar varð Stefán G. Örlygsson og í þriðja sæti Hákon Þ.Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands. Í liðakepni sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur skipuð þeim Erni valdimarssyni, Sigurði U.Haukssyni og Gunnari Sigurðssyni. Í öðru sæti varð sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar innaborðs Jakob Þ.Leifsson, Stefán Kristjánsson og Aðalstein Svavarsson. Á SR OPEN sigraði Sigurður U. Hauksson í A-flokki, annar varð Hákon Þ.Svavarsson og þriðji Stefán G. Örlygsson. Í B-flokki sigraði Dagný H. Hinriksdóttir, Helga Jóhannsdóttir varð önnur og Daníel L. Heiðarsson varð þriðji en hann er aðeins 15 ára gamall. Verðlaun veittu þau Niccolo Campriani, sem er þrefaldur gullverðlaunahafi á Ólympíuleikum og Petra Zublasing sem er einnig í fremstu röð í heiminum, heimsmeistari, Ólympíumeithafi ásamt fjölda annarra titla. þau verða svo með fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík kl. 12-13:30 mánudaginn 21.ágúst. UPPFÆRT:Â Myndir frá mótinu komnar hérna.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 86 af 296 |